Forseti hittir Enes Kanter Freedom. Hann er tyrkneskur að uppruna en var sviptur því ríkisfangi vegna gagnrýni sinnar á stjórnvöld í Ankara og hefur nú bandarískt vegabréf. Hann lék um árabil körfuknattleik í bandarísku atvinnumannadeildinni, NBA, og hefur síðustu misseri vakið athygli fyrir ýmis sjónarmið sín, ekki síst frekari gagnrýni á tyrkneska ráðamenn, valdhafa í Kína og þátttöku transfólks í kvennaíþróttum. Enes Freedom kveðst berjast fyrir mannréttindum hvarvetna. Hann er hér á landi sökum vinatengsla við forystufólk í Horizon, menningarfélagi múslima á Íslandi.
Fréttir
|
06. okt. 2023
Enes Kanter Freedom
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt