Forseti á fund með Aminu Mohammed, aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hún flytur aðalræðu á friðarráðstefnu í Reykjavík á morgun sem stjórnvöld standa að ásamt Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Á fundinum á Bessastöðum var rætt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, loftslagsmál og sjálfbærni. Einnig var rætt um þau átök sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs, störf Sameinuðu þjóðanna og mögulegar leiðir til að gera þau skilvirkari og enn árangursríkari.
Fréttir
|
09. okt. 2023
Aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt