Forseti tekur á móti gestum Mýrarinnar, alþjóðlegrar barna -og unglingabókmenntahátíðar sem haldin er annað hvert ár í Norræna húsinu í Reykjavík. Þetta er í tíunda sinn sem Mýrin fer fram með ýmiss konar uppákomum og viðburðum fyrir börn, ungmenni og alla aðra sem láta sig barnabókmenntir varða. Á hátíðina er rithöfundum, myndhöfundum og fræðimönnum boðið, innlendum og erlendum, sem kynna verk sín með upplestri, vinnustofum, þátttöku í málstofum, viðtölum og sýningum. Áhersla er lögð á norrænar barna- og unglingabókmenntir.
Fréttir
|
14. okt. 2023
Mýrin
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt