Fréttir | 14. okt. 2023

Ríkisráðsfundur

Forseti stýrir fundi ríkisráðs á Bessastöðum. Á fundinum féllst forseti á tillögu forsætisráðherra og staðfesti nýjan forsetaúrskurð. Bjarni Benediktsson, sem var fjármála- og efnahagsráðherra, er nú utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem var utanríkisráðherra, er nú fjármála- og efnahagsráðherra. Aðrar breytingar urðu ekki á ráðherraskipan eða skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar