Forseti flytur ávarp á Sólheimum, sjálfbæru samfélagi í Grímsnesi á afmælishátíð Reynis Péturs Steinunnarsonar. Hann fagnar í dag 75 ára afmæli og afhjúpaði forseti styttu af honum. Hún var gerð eftir að Reynir Pétur gekk hringveginn allan árið 1985 og safnaði þannig áheitum sem nýtt voru við gerð íþróttahúss að Sólheimum. Um leið vakti Reynir Pétur athygli á málstað fólks með fötlun og þroskaskerðingar. Ríkey Ingimundardóttir bjó til styttuna sem týndist en komst hún síðar í leitirnar og mun nú prýða Sólheima.

Fréttir
|
25. okt. 2023
Reynir Pétur. Stytta og afmæli
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt