Fréttir | 01. nóv. 2023

Minningarskákmót

Forseti setur hraðskákmót í minningu Hrafns Jökulssonar. Mótið var haldið í Samkomuhúsinu við Aflagranda í Reykjavík. Á viðburðinum var tilkynnt um stofnun minningarsjóðs í nafni Hrafns og er honum ætlað að styrkja skáklistina, nær og fjær. Hrafn Jökulsson var mikill áhugamaður um skák. Hann lést fyrir aldur fram í fyrra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar