Forseti flytur ávarp við upphaf alþjóðlegu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Að venju fór opnunarhátíðin fram á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Þar voru saman komin íbúar og starfsfólk Grundar, leikskólabörn úr nágrenninu og alþjóðlegir gestir tónlistarhátíðarinnar. Auk opnunarávarps forseta bauð Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves, gesti velkomna. Að því loknu hófust tónleikar á Grund þar sem fram komu tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Mugison.
Fréttir
|
02. nóv. 2023
Airwaves á Grund
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt