Forseti flytur ávarp á hátíðarviðburði í Reykjavík í tilefni þess að öld er liðin frá stofnun lýðveldis í Tyrklandi. Í máli sínu minntist á forseti á aðdraganda þess, ákall Ungtyrkjahreyfingarinnar svonefndu um aukið lýðræði og mannréttindi, fall Ottómanaveldisins og loks atbeina Mústafa Kemal Atatürk sem réð úrslitum um stofnun lýðveldisins. Þá rakti forseti ýmsa þætti í samskiptum Íslands og Tyrklands í áranna rás, samstarf á vettvangi NATO og Evrópuráðsins, ágreining sem kynni að vakna en einnig samstöðu þegar svo bæri undir, nú síðast þegar íslenskir björgunarsveitarmenn héldu til Tyrklands eftir jarðskjálftana miklu sem þar riðu yfir fyrr í ár. Nokkrir þeirra voru viðstaddir og þakkaði forseti þeim þeirra mikilvægu aðstoð. Sama gerði sendiherra Tyrklands fyrir Ísland, Gülin Dinç, í ávarpi sínu á viðburðinum.
Fréttir
|
02. nóv. 2023
Lýðveldið Tyrkland
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt