Forseti tekur á móti fulltrúum Morgunblaðsins, í tilefni af 110 ára afmæli blaðsins í dag. Til Bessastaða fóru ritstjórarnir Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Meðal annars var rætt um stöðu fjölmiðla að fornu og nýju í íslensku samfélagi og framtíðarhorfur í þeim efnum. Einnig var rætt um ýmsa þætti í íslenskri stjórnskipun og atvik í sögu forsetaembættisins.
Fréttir
|
02. nóv. 2023
Morgunblaðið 110 ára
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt