Fréttir | 03. nóv. 2023

Rafíþróttir

Forseti tekur á móti fulltrúum norrænna rafíþróttasambanda. Til stendur að stofna norrænt samband þeirra og hefur hópurinn fundað um það hérlendis síðustu daga. Í ávarpi til gestanna nefndi forseti kosti þess að börn og ungmenni geti átt kost á skipulögðum æfingum og keppni í rafíþróttum. Þannig geti þau eflst að andlegu og líkamlegu atgervi, áttað sig á mikilvægi samvinnu innan rafvallar sem utan og fundið hvað í þau sé spunnið þótt þau hafi ekki hæfileika eða áhuga á boltaíþróttum svo að dæmi sé tekið. Rafíþróttasamtök Íslands standa að heimsókn hinna norrænu gesta hingað til lands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar