Forseti flytur ávarp við hátíðarviðburð í Sandgerði í tilefni þess að í ár eru 95 ár liðin frá stofnun Slysavarnadeildarinnar Sigurvonar þar í bæ. Stofnárið 1928 var hún fyrsta slysavarnadeildin innan hins nýstofnaða Slysavarnafélags Íslands. Nú heitir hún Björgunarsveitin Sigurvon og tilheyrir Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Í máli sínu minnti forseti á mikilvægi björgunarsveitanna í samfélaginu að fornu og nýju og sagði þær til merkis um þann samhug sem Íslendingar sýna þegar á reynir. Þá þakkaði hann liðsmönnum Sigurvonar allt þeirra fórnfúsa starf, ekki síst nú hin síðustu ár þegar sveitin hefur eflst mjög og dafnað.
Fréttir
|
05. nóv. 2023
Björgunarsveitin Sigurvon
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt