• Ljósmynd: Hallgrímskirkja
Fréttir | 12. nóv. 2023

Samverustund

Forseti flytur ávarp á samverustund í Hallgrímskirkju fyrir Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi. Sr. Elínborg Gísladóttir, prestur í Grindavíkurkirkju, stýrði stundinni og kór Grindavíkurkirkju leiddi söng.

Í máli sínu þakkaði forseti meðal annars öllum þeim sem nú sinna hjálp í viðlögum og lofaði æðruleysi Grindvíkinga á örlagastundu. Þá lofaði hann samstöðu Íslendinga og vilja svo margra til að veita aðstoð í stóru sem smáu. Sama sagði forseti í stuttu máli á ensku og beindi þá orðum sínum til þeirra fjölmörgu Grindvíkinga sem eru af erlendu bergi brotnir og skilja sum hver ekki íslensku.

Á samverustundinni fluttu Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, einnig ávörp. Þá fluttu Elínborg og sr. Mikołaj Kesik, prestur kaþólskra á Suðurnesjum, hugvekju.

Ávarp forseta.

Pistill forseta: Samverustund með Grindvíkingum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar