• Forseti og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF ásamt þeim Birnu Hrönn Guðmundsdóttur, Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange og Hannesi Pálssyni stofnendum og eigendum Pink Iceland. Ljósmynd: SAF/BIG
  • Forseti og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF ásamt Friðriki Árnasyni, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Skriðuklausturs. Ljósmynd: SAF/BIG
Fréttir | 15. nóv. 2023

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnnar

Forseti flytur ávarp á 25 ára afmælisráðstefnu Samtaka ferðaþjónustunnar og afhendir nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar, sem ætlað er að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Í ár komu verðlaunin í hlut Pink Iceland, sem þjónustar fólk við skipulagningu hjónavígslna á Íslandi. Einnig var veitt nýsköpunarviðurkenning ferðaþjónustunnar og hana hlaut Skriðuklaustur á Fljótsdalshéraði.

Þetta er í annað sinn sem Pink Iceland hlýtur þessi verðlaun fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf, en fyrra skiptið var árið 2012. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Pink Iceland hafi búið til nýjan markað með nýsköpun í þjónustu og upplifun sem hafi margföldunaráhrif í íslensku hagkerfi. Þrátt fyrir að covid 19 hafi kippt undan félaginu rekstrargrundvellinum hafi stjórnendum og starfsmönnum tekist að skapa arðsamt vaxtarfyrirtæki á ný.

Þetta er í 20. skipti sem Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar voru afhent, en verðlaunahafar til þessa hafa verið:
 
• 2023 – Pink Iceland
• 2022 – Vök Baths
• 2021 – Icelandic Lava Show
• 2020 – Íslensk ferðaþjónusta í heild
• 2019 – Sjóböðin Húsavík
• 2018 – Bjórböðin á Árskógssandi
• 2017 – Friðheimar í Bláskógabyggð
• 2016 – Óbyggðasetur Íslands
• 2015 – Into The Glacier
• 2014 – Gestastofan Þorvaldseyri
• 2013 – Saga Travel
• 2012 – Pink Iceland
• 2011 – KEX hostel
• 2010 – Íslenskir fjallaleiðsögumenn
• 2009 – Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit
• 2008 – Menningarsetrið Þórbergssetur, Hala í Suðursveit
• 2007 – Norðursigling – Húsavík
• 2006 – Landnámssetur Íslands
• 2005 – Adrenalín.is, VEG Guesthouse á Suðureyri og Fjord Fishing
• 2004 – Sel Hótel Mývatn og Hótel Aldan

 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar