Forseti flytur ávarp á 70 ára afmælismálþingi Blóðbankans. Blóðbankinn tók formlega til starfa í eigin húsnæði við Barónsstíg í Reykjavík hinn 14. nóvember 1953. Í tilefni 70 ára afmælisins í ár var efnt til ráðstefnuraðar með þremur málþingum þar sem fyrst var horft til fortíðar, þá nútíðar og loks til framtíðar. Auk forseta ávörpuðu lokamálþingið í dag þeir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Davíð Stefán Guðmundsson, formaður Blóðgjafafélags Íslands, meðal annarra. Sérstakur gestafyrirlesari var vísindamðurinn dr. John F. Tisdale frá bandarísku heilbrigðismálastofnuninni. Um 6.000 virkir blóðgjafa eru á Íslandi um þessar mundir, 4.000 karlmenn og 2.000 konur.
Fréttir
|
17. nóv. 2023
Blóðbankinn 70 ára
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt