Fréttir | 19. nóv. 2023

Aðgerðastjórn

Forseti heimsækir aðgerðastjórnstöð Almannavarnanefndar Suðurnesja í húsnæði Brunavarna Suðurnesja í Keflavík. Í stjórnstöðinni er nú sólarhringsvöktun á meðan neyðarstig almannavarna gildir í Grindavíkurbæ. Forseti ræddi þar við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og aðra sem stýra vöktun og aðgerðum á svæðinu við Grindavík.

Forseti heimsótti einnig stjórnstöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík. Þar ræddi hann við Víði Reynisson yfirlögregluþjón og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, um aðgerðirnar á Suðurnesjum, auk annarra á vakt. 

Á báðum stöðum var rætt um þær björgunaraðgerðir sem nú hafa staðið yfir í rúma viku og heppnast vel auk þeirra leiða sem fara má til að tryggja að Grindvíkingar geti nálgast verðmæti á heimilum sínum og verið hafðir með í ráðum um stöðu byggðarlags síns á þessum óvissutímum.

Pistill forseta: Stöndum áfram saman.

( Meira )

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar