Forseti sækir leik Íslands og Angóla á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Noregi og Danmörku. Leikurinn var háður í Stafangri. Forseti ræddi einnig óformlega við fulltrúa Alþjóða handknattleikssambandsins og Handknattleikssambands Íslands um umsókn þess sambands og sambandanna í Noregi og Danmörku um að halda heimsmeistaramótið í handbolta í þessum löndum árið 2029 eða 2031.
Sjá pistil forseta: Stelpurnar okkar í Stafangri.