Fréttir | 06. des. 2023

Jólaljósin tendruð

Forsetahjón taka á móti skólabörnum af Álftanesi og kveikja á ljósum jólatrjánna fyrir framan Bessastaðastofu. Að árlegum sið aðstoðuðu börn úr Álftanesskóla og leikskólunum Holtakoti og Krakkakoti forsetahjón við að tendra ljósin. Þá voru jólasöngvar sungnir við undirspil Margrétar Arnardóttur harmonikkuleikara og loks boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar