Fréttir | 16. jan. 2024

Vestmannaeyjaferð

Forseti heimsækir skóla, stofnanir og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og fylgist með landsleik í handknattleik. Dvöl forseta í Eyjum hófst með heimsókn í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem rætt var við nemendur, eldri sem yngri. Að því loknu átti forseti hádegisverðarfund með Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra. Rætt var um eldsumbrotin í og við Grindavík, reynslu Eyjumanna og vilja til þess að verða að liði, til dæmis með byggingu íbúða á lóðum sem eru til taks.

Eftir hádegi lá leiðin í verndaða vinnustaðinn Heimaey. Forseti þar við starfsfólk og kynnti sér kertagerð og aðra starfsemi þar. Þá var litið við á leikskólunum Kirkjugerði og Sóla þar sem börn sungu fyrir forseta og föruneyti.

Síðan kynnti forseti sér framkvæmdir og áform fyrirtækisins Laxey sem stendur að laxeldi á landi í Vestmannaeyjum. Loks hélt forseti í Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra, og fylgdist þar með leik Íslands og Ungverjalands á Evrópumótinu í handbolta karla.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar