Fréttir | 22. jan. 2024

Bretakonungur

Karl III. Bretakonungur sendir samúðarkveðju til Íslendinga vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Í bréfi Karls konungs segir að hugur þeirra Kamillu drottningar sé með Grindvíkingum sem þurft hafi að flýja heimili sín. Þá lýsa konungshjónin aðdáun sinni á starfi viðbragðsaðila á Íslandi.

Í svarbréfi þakkar forseti hlýhug konungs og segir Íslendinga kunna að meta vinarhug nágrannaþjóða þegar á reynir. Þá óskar forseti konungi góðs bata vegna aðgerðar sem boðað hefur verið að hann gangist undir síðar í vikunni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar