Fréttir | 22. jan. 2024

Svíakonungur

Forseti á símafund með Karli XVI. Gústafi Svíakonungi. Óskaði konungur eftir samtali vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga og vildi láta í ljós stuðning og samúð sænsku þjóðarinnar. Forseti þakkaði þann hlýhug og ræddu þeir konungur svo um eldsumbrotin og framtíðarhorfur. Einnig var rifjað upp að Svíakonungur hélt í sína fyrstu opinberu heimsókn til Íslands árið 1975, tveimur árum eftir eldgosið í Vestmannaeyjum sem er honum í fersku minni. Þá sem nú sýndu frændþjóðir á Norðurlöndum okkur vinarhug á erfiðum tímum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar