Forseti tekur á móti gestum og gangandi í opnu húsi á Bessastöðum í tilefni Safnanætur á Vetrarhátíð. Á fimmta hundrað manns heimsóttu forsetasetrið af þessu tilefni klukkan 18:00-22:00.
Gestir voru boðnir velkomnir í Bessastaðastofu, sem byggð var á 18. öld, auk móttökusalar og bókhlöðu forsetasetursins sem eru síðari tíma viðbyggingar. Í húsinu má meðal annars sjá úrval myndverka eftir íslenska listamenn og sýnishorn gjafa sem borist hafa forsetum lýðveldisins. Þá voru til sýnis dæmi um mannvistarleifar sem fundist hafa við fornleifarannsóknir og veita innsýn í búsetu á Bessastöðum allt frá landnámstíð. Starfsmenn embættis forseta og aðstoðarmenn veittu upplýsingar um staðinn og voru gestum til aðstoðar.
Myndasafn frá opnu húsi má sjá hér.
Pistill forseta: Bessastaðir eru hús okkar allra.