• Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.
  • Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.
  • Qussay Odeh, Suliman Almassri, Emad Bardawel, Asil Almassri, Fida Abu Libdeh og Ikram Zubaydi ásamt forsetahjónum.
Fréttir | 23. feb. 2024

Palestínumenn á Íslandi

Forseti og forsetafrú taka á móti fulltrúum palestínska samfélagsins á Íslandi og eiga með þeim fund á Bessastöðum. Rætt var um árásir Ísraelshers á Gasa og áhrifin sem stríðið þar hefur á palestínska samfélagið á Íslandi og erlendis.

Til fundarins kom meðal annars Asil Almassri, 17 ára stúlka sem íslensk stjórnvöld veittu ríkisborgararétt í árslok 2023 eftir að hún missti fjölskyldu sína og annan fótlegginn í árás Ísraelshers á Gasa. Til Bessastaða komu einnig Emad Albardawil, sem nýverið heimti eiginkonu sína og börn frá Gasa fyrir tilstilli íslenskra sjálfboðaliða við landamærin að Egyptalandi. Bæði sögðu þau forsetahjónum sögu sína og fjölskyldu sinnar. Þá voru Ikram Zubaydi, Qussay Odeh og Suliman Almassri, með í för en fyrir hópnum fór Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyrirtækisins GeoSilica.

Forsetahjón vottuðu palestínska samfélaginu samúð vegna hins mikla mannfalls, sem orðið hefur á Gasa, og tóku undir ákall íslenskra stjórnvalda og annarra um tafarlaust vopnahlé þar. Einnig var rætt um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og leiðir til að gera þeim kleift að njóta sín til fulls, sjálfum sér og öðrum til heilla.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar