Fréttir | 21. mars 2024

Alþjóðadagur Downs heilkennisins

Forseti tekur á móti pari af mislitum sokkum á Bessastöðum á alþjóðadegi Downs heilkennisins, 21. mars. Dagsetningin er táknræn og vísar til þess að Downs heilkennið orsakast af aukalitningi í litningapari 21. Markmið dagsins er að vekja jákvæða athygli á einstaklingum með Downs heilkenni, lífi þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu.

Hefð er fyrir því að klæðast mislitum sokkum á þessum degi til að fagna fjölbreytileikanum. Félag áhugafólks um Downs-heilkennið kom af því tilefni færandi hendi á Bessastaði með sokkapar handa forseta. Í ár eru sokkarnir íslensk hönnun úr smiðju þeirra Guðjóns Tryggvasonar fatahönnuðar og Guðjóns Gísla Kristinssonar listamanns, sem fæddist með Downs heilkenni.

Pistill forseta: Gleðilegan alþjóðlegan Downs-dag!

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar