Forseti á fund með Cameron lávarði af Lochiel, aðstoðarráðherra í Skotlandsmálaráðuneyti Stóra-Bretlands (Parliamentary Under Secretary of State, Office of the Secretary of State for Scotland). Fundinn sat einnig Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Rætt var um söguleg tengsl Íslendinga og Skota, sóknarfæri í viðskiptum og ýmsum samskiptum, meðal annars á sviði mennta og menningar. Einnig var rætt um sameiginlega hagsmuni á sviði orkuskipta og öryggismála á norðurslóðum. Fundurinn er hluti af heimsókn forsetahjóna til Skotlands sem nú stendur yfir.