Forsetahjón taka á móti fólki sem fengið hefur ríkisborgararétt á þessu ári. Bæði buðu þau samlanda sína velkomna til Bessastaða og óskuðu þeim til hamingju með íslenskt ríkisfang og öll þau réttindi og skyldur sem því fylgir. Í máli sínu til þessara Íslendinga minnti forseti á mikilvægi þess að heilbrigð ættjarðarást og skilgreining á íslensku þjóðerni snúist um víðsýni og umburðarlyndi, fjölbreytni og frelsi, samstöðu, samúð og samkennd. Forsetafrú tók í sama streng og vék einnig að þeirri áskorun að læra íslenska tungu sem gerist ekki á svipstundu.
Pistill forseta: Nýir Íslendingar