Fréttir | 15. maí 2024

Eistlandsheimsókn

Forseti situr hátíðarkvöldverð forseta Eistlands og heldur til Narva og nágrennis. Forseti sat í gær kvöldverð í boði Alars Karis Eistlandsforseta í Kadriorg, forsetahöllinni í Tallinn. Í dag fór forseti um norðausturhluta Eistlands í fylgd með Karis og öðru föruneyti. Fyrst lá leiðin í tölvuskólann kood/Jõhvi þar sem nemendur kenna sér sjálfir forritun með nýstárlegum leiðum. Einnig var haldið í stríðsminjasafn og safn um námugröft í héraðinu Kohtla-Nõmme. Þar voru kynnt áform um nýsköpun og sóknarfæri eftir að námavinnslu verður hætt þar að fullu og öllu.

Í landamæraborginni Narva var haldið í sögufrægan kastala þar og siglt um samnefnt fljót ásamt fulltrúum landamæra- og tollgæslu þar um slóðir. Þar var rætt um samskipti Eistlands og Rússlands að fornu og nýju.

Eistlandsheimsókn forseta lýkur á morgun þegar hann tekur þátt í öryggismálaráðstefnu í Tallinn sem kennd er við Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands við sjálfstæðisheimt 1991 og síðar forseta landsins um árabil.

Myndasafn frá Eistlandsheimsókn forseta má sjá hér.

Pistill forseta: Styðjum Eista með ráðum og dáð.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar