Fréttir | 21. maí 2024

Fjölskyldusameiningar

Forsetahjón taka á móti fjölskyldum frá Palestínu sem fengið hafa dvalarleyfi og skjól á Íslandi á grundvelli ákvæða um fjölskyldusameiningar. Forseti og forsetafrú lýstu þeirri von að þessir íbúar landsins fengju sömu tækifæri og aðrir til þess að láta gott af sér leiða, til heilla fyrir sig sjálf og samfélagið allt. Einnig minntu þau á máttarstólpa samfélagsgerðarinnar hér, ekki síst málfrelsi, trúfrelsi og mannréttindi, samhjálp og samkennd.

Áður hafði forseti átt fund með aðgerðarsinnum sem aðstoðuðu fjölskyldurnar við að komast burt frá Gaza í vor og rætt við fulltrúa palestínska samfélagsins á Íslandi í febrúar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar