Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Máritaníu, Mohamed Mahmoud Brahim Khlil, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Forseti rakti sjónarmið Íslands á alþjóðavettvangi, áherslu á mannréttindi, virðingu fyrir alþjóðalögum, samstöðu í umhverfismálum og nýtingu grænnar orku. Þá var rætt um leiðir til að efla samskipti ríkjanna á ýmsum sviðum, ekki síst í sjávarútvegi. Loks rakti sendiherra hvernig innanlandsátök í grannríkjum Máritaníu hafa leitt til þess að fjöldi fólks hefur leitað þar skjóls.
Fréttir
|
28. maí 2024
Sendiherra Máritaníu
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt