• Ljósmyndir/Íslenski orkuklasinn
  • Ljósmyndir/Íslenski orkuklasinn
Fréttir | 29. maí 2024

Jarðvarmaráðstefna

Forseti flytur opnunarávarp á alþjóðlegu jarðvarmaráðstefnunni Iceland Geothermal Conference sem haldin er í fimmta sinn. Að ráðstefnunni stendur Íslenski orkuklasinn en hana sækir fjöldi gesta víða að úr heiminum. Markmiðið er að varpa ljósi á þau tækifæri sem felast í sjálfbærri nýtingu jarðvarma og miðla reynslu Íslendinga í þeim efnum. Í ár var sérstök áhersla á orkuskipti, undir yfirskriftinni „Redefine tomorrow with Geothermal“.

Í ávarpi sínu minnti forseti meðal annars á að í jarðfræðilegu ljósi væri Ísland ungt land í mótun eins og jarðhræringar á Reykjanesskaga hefðu síðast sýnt og sannað. Jákvæðara væri að unnt væri að nýta jarðvarma til húshitunar og orkuframleiðslu og gætu Íslendingar miðlað reynslu sinni í þeim efnum eins og dæmin sönnuðu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar