Fréttir | 30. maí 2024

Sendiherrar

Forsetahjón bjóða sendiherrum erlendra ríkja á Íslandi til hádegisverðar á Bessastöðum. Forseti þakkaði góð kynni á undanförnum árum og Pólverjinn Gerard Pokruszyński, sem hefur lengst gegnt embætti sendiherra á Íslandi í hópi gestanna, færði forsetahjónum þakkir fyrir hönd hópsins. Einnig var rætt um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, völd og verksvið þjóðhöfðingja á Íslandi og væntanlegt forsetakjör. Söngflokkurinn Barbari kvartett flutti tónlistaratriði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar