Fréttir | 27. júlí 2024

Kerlingarfjöll

Forseti flytur ávarp við upphaf utanvegahlaups í Kerlingarfjöllum. Forseti hrósaði þeim vaska hóp sem hóf þar rekstur skíðaskála um miðja síðustu öld. Þá sagði hann vel að sú uppbygging sem nú ætti sér stað þar félli vel að landslagi og virðing væri borin fyrir viðkvæmri náttúru.

Forseti óskaði hlaupurum einnig góðs gengis og minnti á mikilvægi lýðheilsu í samfélaginu. Þrjár vegalengdir voru í boði í hlaupinu, 63, 22 og 12 kílómetrar og tók forseti þátt í 22 kílómetra hlaupinu.

Pistill forseta: Í gær flutti ég mitt síðasta ávarp á forsetastóli.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar