Forseti á fund með Margréti drottningu í Fredensborgarhöll í Danmörku. Drottning dvelst þar að sumri til og tók á móti forseta í tilefni þess að hann lætur senn af embætti. Á fundinum var meðal annars rætt um opinbera heimsókn forsetahjóna til Danmerkur í janúar 2017 og þakkaði forseti þær hlýju móttökur sem þau nutu þá. Drottning minntist einnig heimsóknar sinnar til Íslands á aldarafmæli fullveldis í desember 2018. Þá var rætt um samband Íslands og Danmerkur, framtíð norrænnar samvinnu og mikilvægi tungumála í menningu þjóða. Loks bar forseti fram heillaóskir og hlýjar kveðjur til Friðriks konungs og Mary drottningar.
Fréttir
|
13. maí 2024
Drottningarfundur
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt