Forseti veitir fálkaorðuna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hér má sjá lista yfir hina nýja fálkaorðuhafa sem voru tólf talsins.
Nýju orðuhafarnir eru þessir:
- Benóný Ásgrímsson fyrrverandi þyrluflugstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir björgunarstörf og framlag til íslenskra flugmála.
- Björn G. Björnsson leikmynda- og sýningahönnuður, Reykjavík, riddarakross fyrir frumherjastörf á vettvangi íslensks sjónvarps og framlag til íslenskrar safnamenningar.
- Eiríkur Rögnvaldsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni.
- Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind fyrrverandi útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi hljóðvarps.
- Gunnhildur Óskarsdóttir dósent og formaður Styrktarfélagsins Göngum saman, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og til heilsueflingar.
- Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og forseti Bandalags íslenskra listamanna, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til leiklistar og störf í þágu íslenskra listamanna.
- Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að málefnum veikra barna á Íslandi
- Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar.
- Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar húsagerðarlistar.
- Sigurður Pálsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta og menningar.
- Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður, Hala II í Suðursveit, riddarakross fyrir menningarstarf í heimabyggð.
- Þór Jakobsson veðurfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði umhverfisvísinda og til miðlunar þekkingar.