Fréttir | 29. apr. 2017

Borgarnes

Forseti og forsetafrú sitja hátíð í Borgarnesi þar sem þess er minnst að 150 ár eru liðin síðan staðurinn fékk verslunarréttindi. Ungir og aldnir sungu og léku tónlist, ræður voru fluttar og forseti fékk í hendur fyrsta eintak glæsilegs tveggja binda rits um sögu Borgarness eftir sagnfræðingana og frændurna Egil Ólafsson og Heiðar Lind Hansson. Við það tækifæri flutti forseti ávarp sem lesa má hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar