Forseti tekur á móti Jamie Carragher, fyrrverandi leikmanni Liverpool, fulltrúum Liverpoolklúbbsins á Íslandi og Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Carragher er hér á landi ásamt vinum og ættingjum. Í móttökunni afhenti stjórn Liverpoolklúbbsins forystuliði Neistans myndarlegan styrk sem klúbbsmenn söfnuðu. Í stuttu ávarpi þakkaði forseti þá góðgerðasemi og benti á mikilvægi íþrótta til að auka sjálfstraust fólks og samheldni – sé rétt að málum staðið. Sú samheldni getur meðal annars falist í því að styðja sitt lið en láta kappið ekki bera fegurðina ofurliði.
Fréttir
|
19. maí 2018
Jamie Carragher og Neistinn
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt