Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2018, sæmdi forseti Íslands fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:
• Aðalbjörg Jónsdóttir prjónalistakona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar prjónahefðar og hönnunar
• Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpsmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist
• Árni Björnsson þjóðfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra þjóðfræða og menningar
• Edda Björgvinsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
• Erna Magnúsdóttir forstöðumaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu krabbameinssjúkra
• Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á sviði upplýsingatækni
• Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, Álftanesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskar tónlistar og trúarhefðar
• Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
• Nanna V. Rögnvaldardóttir rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir ritstörf á sviði matarmenningar
• Sigurður Steinar Ketilsson fyrrverandi skipherra, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa
• Stefán Karl Stefánsson leikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og samfélags
• Steinar J. Lúðvíksson rithöfundur, Garðabæ, riddarakross fyrir framlag til sagnaritunar og blaðamennsku
• Sævar Pétursson bifvélavirki, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til varðveislu og endurgerðar gamalla bifreiða
• Valgerður Jónsdóttir skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi tónlistarkennslu fatlaðra