Forseti flytur þrjá fyrirlestra við háskóla á Englandi í vikunni. Miðvikudaginn 30. janúar flytur hann erindi og tekur þátt í umræðum í Oxford Union. Daginn eftir, 31. janúar heldur forseti til Loughborough University, háskóla ársins í Bretlandi, og heldur fyrirlestur við íþróttadeild háskólans, „„Never wake me up from this dream.“ Iceland‘s success in sports and its implications for national self-perception.“ Loks sækir forseti Warwick Economics Summit við Warwick University og flytur þar erindi, „Revisiting Warwick: From Comparative Communist Systems to Brexit and Beyond.“ Forseti stundaði nám á tveimur ofangreindra staða, í Oxford og við Warwickháskóla.
Fréttir
|
29. jan. 2019
Fyrirlestraför til Englands
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt