Forseti tekur á móti róðrarkappanum Fiann Paul. Um síðustu jól fór hann fyrir sex ræðurum sem reru milli Suður-Ameríku og Suðurskautslandsins. Kallast sú þrekraun „hin ógerlega leið“ (á ensku „The impossible row“). Fiann hefur áður róið yfir önnur heimsins höf, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Norður-Íshafið. Með sínu síðasta afreki tókst honum því fyrstum manna að svokallaðri alslemmu úthafsróðra (á ensku „Ocean Explorers Grand Slam“) og státar hann nú af fleiri heimsmetum í sínum geira í metaskrá Guinness en nokkur annar.
Fiann Paul er fæddur í Póllandi en hefur búið á Íslandi í rúman áratug og rær undir íslenskum fána. Með honum í för á Bessastöðum var Eygló Agnarsdóttir sem var þjálfari hans við komuna hingað til lands og jók með honum þá trú að hann gæti tekist þessar þolraunir á hendur.