Forseti situr fjarfund með yfirskriftinni "Christchurch Call" með mörgum öðrum þjóðarleiðtogum og fulltrúum alþjóðafyrirtækja og samtaka. Til fundarins var boðað til að ræða um þær hættur sem stafa af dreifingu öfgakenninga og mannhaturs á veraldarvefnum og hvernig megi sporna gegn slíku. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kölluðu til fundarins sem haldinn er í framhaldi af fjöldamorðinu í Christchurch á Nýja-Sjálandi 15. mars 2019. Forseti benti á að litlar þjóðir væru ekki lausar við hryðjuverk og Íslendingar vildu leggja sitt af mörkum til að sporna gegn hatursorðræðu á netinu.
Fréttir
|
14. maí 2021
Fjarfundur með þjóðarleiðtogum
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt