Forseti afhendir viðurkenningar til blóðgjafa sem gefið hafa blóð 150 sinnum eða oftar undanfarin ár. Ekki hefur verið unnt að standa að slíkum viðburði síðustu misseri vegna sóttvarnaráðstafana. Blóðgjafafélag Íslands stendur að viðurkenningum til blóðgjafa og í þetta sinn urðu eftirtaldir þessa heiðurs aðnjótandi: Hinrik Olsen, Óðinn Másson, Jóhannes L. Harðarson, Marías Hafstein Guðmundsson og Jan Ingvi Poulsen fyrir 150 blóðgjafir, Davíð Stefán Guðmundsson fyrir 175 skipti og þeir Óli Þór Hilmarsson og Hans Vihtori Henttinen fyrir að hafa gefið blóð 200 sinnum.
Fréttir
|
27. maí 2021
Blóðgjafar
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt