Forseti flytur ávarp á ráðstefnu franskra stjórnvalda um nýtt átaksverkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis. Íslensk stjórnvöld veita aðgerðabandalagi um kynbundið ofbeldi forystu og hafa unnið að megináherslum þess og mótun skuldbindinga að aðgerðum og verkefnum til næstu fimm ára. Í ávarpi sínu fjallaði forseti um áherslu Íslands á þátttöku karla og drengja í forvörnum og aðgerðum sem miða að því að útrýma kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Ráðstefnan fór að mestu fram á netinu og ávarpaði forseti fundinn rafrænt ásamt António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.