Forseti situr hátíðarkvöldverð við Háskólann á Bifröst og flytur þar ávarp, „Bifröst, ættjarðarást og þjóðernishyggja.“ Í máli sínu sagði forseti meðal annars: „Við verðum að berjast gegn öfgafullri þjóðernishyggju – þjóðrembu þar sem sagan er misnotuð til að vekja ótta og ógn, til að heyja stríð og kúga fólk. Um leið verðum við að geta átt okkar heilbrigðu ættjarðarást, okkar ágætu þjóðrækni.“
Ávarp forseta má lesa í heild sinni hér.