Forseti flytur ávarp á sérstökum fundi á Alþingi. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þar þingheim og íslensku þjóðina og er þetta í fyrsta sinn sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis. Á undan ræðu Selenskís mælti forseti til hans og íslensku þjóðarinnar, lofaði dug Úkraínumanna og áréttaði stuðning Íslendinga við þá andspænis ofbeldi og innrás Rússlandshers. Athöfnin fór fram gegnum fjarfundabúnað. Selenskí hefur ávarpað fjölda þjóðþinga með slíkum hætti síðustu vikur. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði fundinum og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti einnig ávarp. Ávarp forseta má lesa hér á ensku og á íslensku. Upptöku af ávarpinu má sjá á Twittersíðu forseta.
Fréttir
|
06. maí 2022
Volodimír Selenskí
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt