Eliza Reid forsetafrú kaupir fyrsta armband Barnaheilla og hefur þannig söfnun vegna verkefnis gegn ofbeldi á börnum í Síerra Leóne. Verkefnið styður við börn sem búa við erfiðar aðstæður í Pujehun héraði sem er fátækasta hérað landsins. Með verkefninu eru börn valdefld og þeim veitt ýmis fræðsla og stuðningur til þess að takast á við erfiðleika sem kunna að verða á vegi þeirra.
Armböndin, sem eru umhverfisvæn og framleidd í Síerra Leóne, verða til sölu víða um land fram til 5. september.