Á síðara degi heimsóknar sinnar til Cornell háskóla í New York sat forseti fyrst morgunverðarfund með hópi nemenda og starfsmanna og ræddi við þau um málefni tengd Íslandi. Þá var farið í Íslandsdeild bókasafns skólans sem kennd er við Íslandsvininn Willard Fiske og þar sýndi Patrick Stevens bókavörður úrval fágætra bóka og handrita úr safninu. Loks ræddi forseti við starfsfólk landbúnaðardeildar háskólans þar sem unnið er að rannsóknum á ofnæmi í íslenskum hestum í samstarfi við íslenska vísindamenn.
Fréttir
|
11. nóv. 2022
Síðari dagurinn í Cornell
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt