Forseti ávarpar hátíðarsamkomu á 70 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni. Skólinn var stofnaður þann 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið síðan. Þar eru nú 130 nemendur sem búa flestir á heimavist. Jóna Katrín Hilmarsdóttir skólameistari setti hátíðarsamkomuna í íþróttasal skólans, þar sem fluttar voru ræður og ML kórinn söng. Í ávarpi sínu nefndi forseti að stofnun Menntaskólans að Laugarvatni hefði verið hluti menningar- og jafnréttisbyltingar í landinu, á tímum þegar ekki þótti sjálfsagt að börn gengju menntaveginn. Ávarp forseta má lesa hér.
Fréttir
|
12. apr. 2023
ML í 70 ár
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt