Forseti tekur á móti ungmennum sem taka þátt í tónlistarhátíðinni Barnadjass sem fram fer í Mosfellsbæ dagana 22.–25. júní. Flytjendurnir eru börn á aldrinum 7–15 ára frá Mosfellsbæ, Selfossi, Hafnarfirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Forseti ræddi við börnin og hlýddi á tónlist þeirra í móttökusalnum á Bessastöðum.
Hátíðin Barnadjass í Mosfellsbæ er að fyrirmynd tónlistarhátíðarinnar Kids in jazz sem haldin er árlega í Ósló. Listrænn stjórnandi beggja hátíða er norski djasstónlistarmaðurinn Odd André Elveland sem rekur tónlistarskólann Improbasen í Noregi. Elveland vinnur með börnum víða um heim og hefur þróað aðferðir til að kenna ungum börnum að spila djass eftir eyranu. Barnadjass er hluti af samnorrænu verkefni sem sjóðurinn Nordisk kulturfond styrkir með það að markmiði að koma norrænum barnadjassi á kortið.