Fréttir | 23. júní 2023

Hringrásarhátíð

Forseti heimsækir endurnýtingarmiðstöðina Verðandi á Hofsósi. Þar er aðstaða til viðgerða á fatnaði og húsgögnum. Markmið starfseminnar er að vekja athygli á ofneyslu í þjóðfélaginu og möguleikum endurnýtingar til að minnka urðun. Einnig sótti forseti listsýningu í gömlu frystihúsi bæjarins þar sem sýnd eru verk eftir Helgu Friðbjörnsdóttur, fyrrum textílkennara í Varmahlíðarskóla, og Sigrúnu Bragadóttur hannyrðapönkara. Um helgina var bæjarhátíðin Hofsós heim haldin í byggðarlaginu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar