Forseti heimsækir endurnýtingarmiðstöðina Verðandi á Hofsósi. Þar er aðstaða til viðgerða á fatnaði og húsgögnum. Markmið starfseminnar er að vekja athygli á ofneyslu í þjóðfélaginu og möguleikum endurnýtingar til að minnka urðun. Einnig sótti forseti listsýningu í gömlu frystihúsi bæjarins þar sem sýnd eru verk eftir Helgu Friðbjörnsdóttur, fyrrum textílkennara í Varmahlíðarskóla, og Sigrúnu Bragadóttur hannyrðapönkara. Um helgina var bæjarhátíðin Hofsós heim haldin í byggðarlaginu.
Fréttir
|
23. júní 2023
Hringrásarhátíð
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt