Forseti sendir Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja og íslenskum skátum á alheimsmótinu í Suður-Kóreu hlýjar kveðjur. Í skeyti sínu lýsti forseti þeirri von að hópnum muni ganga vel að komast í öruggt skjól áður en yfirvofandi ofsaveður á mótssvæðinu ytra brestur á. Þá nefndi forseti að í þeim hremmingum sem þar hafa dunið yfir að undanförnu hafi skátar nýtt sína þjálfun og kunnáttu til hins ítrasta. Að lokum óskaði forseti þeim góðrar heimferðar.
Fréttir
|
07. ágú. 2023
Kveðja til íslenskra skáta
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt