• Ljósmyndir/Berglind Ýr Jónasdóttir
  • Forseti Íslands nýtur aðstoðar elsta hóps leikskólans Öldunnar við að afhjúpa Afrekshuga. Ljósmyndir/Berglind Ýr Jónasdóttir
  • Yfir 400 manns fylgdust með athöfninni í einstöku blíðskaparveðri. Ljósmyndir/Berglind Ýr Jónasdóttir
  • Ljósmyndir/Berglind Ýr Jónasdóttir
  • Kristín Þórðardóttir, sýslumaður Suðurlands, ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, en Kristín átti upphaflega þá hugmynd að reynt yrði að fá afsteypu af Afrekshuga á Hvolsvöll. Ljósmyndir/Berglind Ýr Jónasdóttir
Fréttir | 22. ágú. 2023

Afrekshugur

Forseti er viðstaddur afhjúpun afsteypu listaverksins Afrekshugur á Hvolsvelli. Nína Sæmundsson skóp þá styttu sem hefur trónað fyrir ofan anddyri Waldorf Astoria hótelsins í New York í Bandaríkjunum. Nína fæddist þennan dag fyrir 131 ári, ólst upp í Fljótshlíð, stundaði listnám í Danmörku og lagði höggmyndalist fyrir sig, fyrst íslenskra kvenna. Afrekshugur er eitt þekktasta verk íslenskrar listasögu.

Forseti afhjúpaði afsteypu verksins í miðbæ Hvolsvallar og naut við það aðstoðar leikskólabarna í sveitarfélaginu. Frekari upplýsingar um verkið og aðdraganda viðburðarins í dag má lesa hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar